Fyrrverandi stjórnlagaþingsfulltrúar...


Á þetta ekki að vera "fyrrverandi stjórnlagaþingsfulltrúa" það er búið að afturkalla kjörbréfin.

Að kalla þetta stjórnlagaþing þjóðarinnar er bara alrangt. Þetta er spjallþing menningarvitaklíkunnar á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu stjórnarskrárinnar sem allt í einu er orðin miklu mikilvægara verkefni en uppbygging atvinnulífs og starfa, koma á hagvexti og efla þjóðina til dáða. Við þurfum ósköp einfalda stjórnarskrá ef 30-50% landsmanna flytur úr landi vegna örbirgðar á næstu árum og áratug.

Rekstur og laun spjallþings fyrir 25 "vitringa" kostar skattborgarana hundruðir milljóna að viðbættum kostnaði við að tvíkjósa á þingið. Þessir peningar gætu tryggt framtíðaratvinnu fyrir hundruð manns og ekki þyrfti að skera niður mörg störf í t.d. heilbrigðisgeiranum eins og nú er verið að gera. Frekar kysi ég að geta haldið úti læknum og hjúkrunarfólki úti á landsbyggðinni og að fólk deyi ekki vegna lélegrar heilbrigðisþjónustu í landinu, en að Alþingi fái eitthvert uppkast af hugmyndum 25 "sérfræðinga" um stjórnarskrár sem alveg eftir pólitískum vindum engin veit hvort nokkurt vit er í eða verði notað.


mbl.is Ögmundur fundar með stjórnlagaþingsfulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hlægilegast er samt að sárafáir af þessum 25 einstaklingum hafa hundsvit á lögspeki. Myndir þú gera Þorvald Gylfason að skiptsjóra á loðnuskipi? Nei, ég hélt ekki ..... en það er jafn fráleitt að fela honum að semja stjórnarskrá fyrir Ísland. Við eigum að hætta þessu bulli, setja Sigurð Líndal í verkið því hann er okkar fremsti lögspekingur, virtur af öllum sem til hans þekkja, og hann getur haft sér til halds og trausts 4-6 aðra lögvitringa. Verkið myndu þeir svo vinna á einni viku og við fengjum miklu merkilegra plagg en það sem fúskararnir 25 gætu nokkurn tíma framleitt.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Egill Úlfarsson

Höfundur

Sveinn Egill Úlfarsson
Sveinn Egill Úlfarsson
Tek undir með Friðrik mikla að mér þykir alltaf vænna um hundinn minn eftir því sem ég kynnist mannana verkum betur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 578

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband