10.6.2011 | 13:06
Rannsóknarrétturinn endurvakinn.
Hér er farið alveg sömu leið og í rannsóknarskýrslu Alþingis, tekin er saman löng skýrsla um álit valins hóps fólks á gjörðum eða aðgerðarleysi stjórnvalds.
Tekið er sérstaklega fram í báðum skýrslum að ekki sé um sektarrannsókn að ræða heldur skoðun nefndanna á framkvæmdum stjórnvaldsins.
Ef framhaldið yrði eins og í máli Geirs H Haarde myndi kirkjuþing sennilega leggja til að Biskup Íslands sem forsvarsmaður kirkjunar yrði ákærður fyrir þar tilkvöddum dómsstól og refsingar í allt að 2 ára fangelsis yrði krafist yfir honum.Allur málatilbúnaður og ákærur væru þá byggðar á áliti þessa fólks í rannsóknarnefndinni og án löglegrar sakarannsóknar.
Þora menn virkilega að neita því að pólitísk réttarhöld og andlegar pyntingar tíðkist ekki á Íslandi í dag.Það er beitt sömu aðferðum og við galdrabrennur miðalda, menn ákærðir á grundvelli sögusagna og "áliti bestu manna" en án málsrannsóknar af þar til skipuðum óháðum rannsóknaraðilum, áður en ákæra er lögð fram. Þeir sem dæma munu dæmdir verða.
Ljóst að kirkjan brást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sveinn Egill Úlfarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.