9.6.2011 | 09:44
"F**k you" frá Sjávarútvegsnefnd
þetta er örugglega undarlegasta meirihlutaálit sem sést hefur.
Þar kemur fram að umsagnaraðilar hafi talið málið alvarlega vanreifað og stórir gallar augljósir sem gætu gert meiri skaða en gagn og ráðlegga eindregið að veita meiri tíma í að laga verstu gallana. Eftir slíkar umsagnir kemst meirihluti nefdarinnar að því eins og stendur í álitinu:
Í ljósi framangreinds hafnar meiri hlutinn því að undirbúningur frumvarpsins hafi verið ónógur eða lélegur".
Þetta heitir á venjulegri íslensku, við ætlum að berja þetta í gegn alveg sama hvað hagsmunaðilum og öðrum finnst og alveg sama þó að skaði undirstöður þess eina sem er að skila einhverjum krónum inn í þjóðarbúið.
Og enn skýrar: þetta er að gefa FINGURINN frama í þjóðina.
Gagnrýni hefur gengið of langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sveinn Egill Úlfarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei þetta er að gefa fingurinn framan í L.Í.Ú. Ekki þjóðina 80% þjóðarinnar vill breytingar og að svokallaðir hagsmunaaðilar skili því sem þeir hafa haft gefins allof lengi. Fiskveiðar leggjast ekki af þó þessir greifar þurfi að minnka við sig og hætta að leigja út kvóta sem þeir veiða ekki sjálfir. Og af hverju ætli útgerðin skuldi nú þegar yfir 500 milljarða? Af því að reksturinn sé svo hagkvæmur, eða er það af því að greifarnir hafa tekið þessa peninga út úr kerfinu og sett þá í eitthvað allt annað. Ekki hafa þeir farið í að endurnýja fiskiskipaflotann, skip tól eða tæki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 12:37
Óhætt er að taka undir það að gagnrýni á frumvarpið hefur gengið of langt enda er hún að miklu leiti fremur grimm hagsmunagæsla en málefnalegt innlegg í umræðu. Það er líka spurning hversu marktækir gagnrýnendur geta talist. Tökum sem dæmi Helga Áss Grétarsson sem farið hefur mikinn og haft stór orð í vörn sinni fyrir óbreyttu kvótakerfi. Þessi ungi lögfræðingur er tiltlaður sem sérfræðingur á þessu sviði. Hvernig verða menn sérfræðingar í fiskveiðistjórnun? Gerist það einfaldlega með því að taka lögfræðipróf frá HÍ ? Hvar er doktorsritgerð Helga Áss? Staðreyndin er að Helgi þessi er keypt málpípa LÍÚ. Eðlilegt er að sem slíkur kappkosti hann að vinna fyrir kaupinu sínu, en orð hans verða að skoðast í því ljósi og vega þá ekki þungt. Hitt er mun alvarlegra að Háskóli Íslands skuli vera notaður til að til þess að gefa slíkum ,,sérfræðingi” vægi.
Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson, 9.6.2011 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.