Sakarleitin mikla.


Ég held að vandamálið sé ekki minna vandamál kjósenda en frambóðenda. Kjósandinn vill finna að hann sé að leysa vandamál með atkvæði sínu en ekki flækja stöðuna.

Fáir trúa þeirri þrástöglun stjórnarflokkana að einstakir þingmenn sem voru í stjórnarmeirihluta í hruninu eða þá framsóknarmenn (því þeir eru tengdir við hrunið af pressuni og í stjórnmálaumræðunni)hafi verið "hrunvaldar" og í raun ýtt snjóboltanum af stað. Það hefur komið í ljós með m.a rannsóknarskýrslu Alþingis og þegar rykið settist eftir brakið og bresti bankahrunsins að það voru margir samverkandi þættir sem hrundu skriðunni af stað. Menn gerðu stjórnunarleg mistök vissulega enda engin leið að ímynda sér að heilt fjármálakerfi væri að hrynja fram af brúninni. En það kom fleira til Fjármálaeftirlitið var á brauðfótum, alþingi svaf þyrnirósarsvefni og heyrði ekki í bjöllunum, háskólasérfræðiumhverfið var alveg dofið og öll umræða í þjóðfélaginu var ekki með neinum ugg eða ótta að nú væri allt að hrynja. Mestu munaði þó um að á okkur féll stór skriða frá yfirþöndum bankakerfum nágrannalandana og var það eiginlega það sem ýtti endanlega á snjóboltann svo allt rann af stað niður brekkuna. Erlendis frá var bankalínum lokað endurfjármögnun var ekki kostur lengur og lán sett í uppgreiðsluinnheimtu í milljarða hundruðum, fallöxin féll.

Þegar spóla á tilbaka og finna hvar fúnu spýturnar voru, er of einfalt að benda á nokkra einstaklinga og segja " þið voruð í spillingunni" eða "þið áttuð að sjá að allt var að hrynja" það eru tugir ef ekki hundruð manns sem hafa í sinni starfslýsingu að benda á ef það er komin brunalykt í kerfinu en að benda á nokkra einstalinga og segja þið berið meiri sök en við hinir, það er "ekki benda á mig" aðferðin og leið friðþægingar.

Kjósendur vita innst inni að það eru ekki einstakir þingmenn sem ollu hruninu og kjósendur vita líka að það eru margir á Alþingi sem ekki hafa "það sem til þarf" og eiga að vera í annari vinnu en það er óttinn við að kjósa sem fælir fólk frá - af því að nú eru sakarleitarvélarnar búnar að vera á yfirsnúningi í 3-4 ár og fólki er talið trú um að þessi og hinn sé "hrunverji", sé sá sem kom hruninu af stað o.s.fv það er hrætt við að velja og taka þátt í að skapa framtíð en ekki fortíð. Ef það á að fara í franska byltingu og setja upp mannorðsfallaxir á hverju horni þá erum við öll pínulítið misjafnlega mikið sek.


mbl.is Ónotatilfinning sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

karl (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Egill Úlfarsson

Höfundur

Sveinn Egill Úlfarsson
Sveinn Egill Úlfarsson
Tek undir með Friðrik mikla að mér þykir alltaf vænna um hundinn minn eftir því sem ég kynnist mannana verkum betur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband