29.3.2011 | 15:51
Vitleysingjavaktin
Á nokkrum mánuðum eru ófyndnu aular búnir að eyðileggja skóla og leikskólakerfi borgarbúa, öll þjónusta í borginni er að ná norður Kóreu í þjónustuleysi, útsvarið er komið í hæstu leyfilegar hæðir, rafmagn, hiti og vatn er að verða það dýrasta í Evrópu og nú eru þeir að fara ránshendi um varasjóði borgarbúa sem hefur verið hryggjarstykkið í góðri sveitarstjórn í borginni til áratuga.
Hélt að þeir myndu ekki ná að gjörrústa sterkri stöðu Reykjavíkurborgar á einu kjörtímabili - þeir eru búnir að því á nokkrum mánuðum!!!!
Legg til að flaggað verði í hálfa stöng hvert ár hér eftir á valdatökudegi Jóns Gnarr og Dags í Reykjavík.
Starfsmönnum fækkað um 90 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sveinn Egill Úlfarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held þú sért að skjóta þarna býsna langt frammhjá.
Þetta er allt fortíðarvandi.
Og hverjir helduru að eiga þar stærstan þátt ?
Þarf ekki að svara því, þú veist það alveg sjálfur.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:42
Það er bara kjaftæði að hér sé einhver fortíðarvandi. Borgin var á fínu róli hjá Hönnu Birnu og co, búið að gera raunhæfar áætlanir sem gerðar voru í sátt við notendur þjónustu borgarinnar og búið að setja upp fjárhagsáætlanir nokkur ár fram í tímann.
Svo koma þessir "besserwisserar" grauta öllu upp í loft svo nú stendur ekki steinn yfir steini.
Sveinn Egill Úlfarsson, 29.3.2011 kl. 20:56
Draslið sem er núna við völd er alls ekki að standa sig nógu vel. Þora ekki að fara í almennilegan niðurskurð sem borgin þarf vissulega að fara í svo ekki fari illa.
En vá ertu virkilega að reyna að verja gjörðir sjálfstæðismanna - þeir eru búnir að rústa borginni og þjóðinni eftir áralanga valdasetu - reyndar með góðri hjálp R-lista/Samfylkingar og Framsóknar.
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:19
Sveinn Egill ég er svo sammála þér.
Þeir sem að nenna að kynna sér hlutina varðandi OR vita það rétta hinir eru bara tapsárir sem kunna ekki að viðurkenna að áætlun gengur ekki upp...
Þessi vandi sem er núna er eingöngu komin vegna kjaftavaðalls í Borgarstjóra sem ætti að segja af sér áður en Reykvíkingum dettur það í hug að safna undirskriftarlista til þess að koma honum frá...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 21:33
Eru allt í einu til peningar í þjóðfélaginu?
Jón Snar (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:40
Mér dettur gullfiskaminni helst í hug þegar ég les þetta blogg. Heilaþvegnir sjálfstæðismenn að hylla foringja sína.
Óli (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:51
þið vitið vonandi hverjum efnahagshrunið var að kenna... eruð þið kannski búin að gleyma því.
doctore (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 10:23
Já við munum það vel, glæpamenn fengu að valsa frjálsir og ræna og rupla um hábjarta daga. Enginn hafði áuga á að rannsaka havð þeir voru að gera í skjóli niðurfelldra eftirlitsreglna og EES reglna sem fjarlægðu allt eftirlitskerfi. Stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk úr öllum flokkum voru að pissa á sig af hrifningu yfir snilldinni.
Þetta gerðist fyrir bráðum 3 árum og það er ekki hægt að réttlæta hvaða rugl sem er í dag af því að allt hrundi fyrir tæplega 3 árum. Við verðum að takast á við ruglið og spllinguna í dag og reyna að nota það sem við lærðum á hruninu annars spólum við bara í sama farinu.
Sveinn Egill Úlfarsson, 30.3.2011 kl. 13:28
Vá hvaða svakalega heimska er þetta í þér Sveinn og jú þið hin sem eruð að að kenna Besta flokkinum um þetta???? Þið vitið að öll þessi lánasúpa og algjörlega stjórnlaust bruðl hjá OR átti sér stað löngu áður en Besti flokkurinn var einu sinni til. Það vita allir heilbrigðir einstaklingar (sem eru ekki sjálfstæðismenn) hver á sökina á þessu.
Þorsteinn Kjartan (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:38
Læt mér í léttu rúmi liggja hvað þér finnst Þorsteinn en það er Besti flokkurinn og Samfylkingin í forystu borgarinnar og OR sem er búinn að eyðileggja alla möguleika á langtíma endurfjármögnum fyrirtækisins með því að lýsa því yfir að fyrirtækið sé gjaldþrota.
Myndir þú lána fyrirtæki hvers forsvarsmenn segðu að það væri gjaldþrota, ef svo er þá ert það þú sem ert heimskur.
Bruðlið sem þú talar um kom í stjórn R-listans á OR en það vilt þú sennilega ekki heyra.
Sveinn Egill Úlfarsson, 30.3.2011 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.