Á Jónina Rós hrós skilið?

 Menn mikla sig af ýmsu en nú bregður bleik í brún er fólk sem vill láta taka sig alvarlega er farið að hreykja sér af vélbrögðum og pólitískum ofsóknum. Það að segjast vera hreykin af því að verða til þess að manni sé stefnt til að fara í pólitískt fangelsi lýsir innræti sem ekki hefur sést áður í íslenskum stjórnmálum. Hver samfylkingarþingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu á þingi og sagðist berjast fyrir bættri stjórnmálamenningu á Alþingi og nú skyldu menn taka höndum saman og verja heiður og menningu þingsins til framtíðar. Svo mörg voru þau orð. Á meðan voru sömu þingmenn að véla um hvernig þeir ættu að beita atkvæði sínu til að fara á bak við meirihlutasamþykkt eigin flokks og stefna Geir H.Haarde í pólitískt fangelsi , já þvílíkir heiðursmenn og konur.

Ég tek undir með Einari G. Guðfinnssyni - "Skömm ykkar mun lengi uppi á Alþingi",og spái ég því hér að vera ykkar þar mun verða öllu skemmri.


mbl.is Kaus öðruvísi og er stolt af því segir Jónína Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi manneskja er ógeðsleg.

Már (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:53

2 identicon

Þú ert líklega að misskilja Jónínu eitthvað. Hún er að segja að hún hafi kosið samkvæmt eigin sannfæringu en ekki samkvæmt flokkslínu og að hún sé stolt af því. Það getur hún svo sannarlega verið. Annað en margir aðrir geta sagt.

En varðandi það hverjir eiga að skammast sín, þá eru það þeir þingmenn sem ekki vinna samkvæmt eigin sannfæringu. Það mátti greinilega sjá að það voru einhverjir í öllum flokkum. Og það þarf ekki að segja mér að skoðanir innan sjálfstæðisflokksins hafi allar verið í sömu átt þó svo að niðurstaða kosningar sýni það. Þar hafa menn löngum bugtað sig og beygt fyrir flokkslínunni.

Þá mega þeir einnig skammast sín sem voru með völdin þegar þessi óskapnaður sem olli hruninu var búinn til og má þar nefna einkavæðing bankanna o.þ.h. Því miður virðist ekki vera hægt að draga þá til ábyrgðar fyrir sín verk en þar réðu flokkspólitískar línur ferðinni en ekki hagsmunir ríkis og þjóðar. Þessar flokkslínur eru því miður enn til staðar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Sæll Guðmundur, annað hvort ertu með því að draga fólkið fyrir Landsdóm eða á móti því. Þú handpikkar ekki út vini og samflokksfólk að eigin vali. Þar var um 3 möguleika að ræða: segja nei eins og sjálfstæðismenn vildu, velja að fara að tillögu Samfykingarinnar í nefndinni og undaskilja Björgvin eða segja já og ákæra alla sem merihluti Atlanefndarinnar vildi.

Hér er um prinsip ákvörðun að ræða, ef fólk taldi meiri líkur en minni að Geir yrði dæmdur fyrir Landsrétti þá gildir það líka fyrir hina ráðherrana fyrrverandi eða var það Geir einn sem átti að hafa sýnt stórfelda vanrækslu og/eða hirðuleysi til að minnka skaðan af hruni bankanna og þar með peningakerfi landsins. Það að segjast hafa farið eftir samvisku sinn með að kjósa eins og Sigríður Rós og fleiri er ekki samviska þeirra sem alþingismenn heldur sem vinir og samherjar í pólitík, svo einfalt er það

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.9.2010 kl. 12:26

4 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Úps maðurinn heitir að sjálfsögðu Einar Kr Guðfinnsson en ekki G. Guðfinnsson. biðst forláts.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.9.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Egill Úlfarsson

Höfundur

Sveinn Egill Úlfarsson
Sveinn Egill Úlfarsson
Tek undir með Friðrik mikla að mér þykir alltaf vænna um hundinn minn eftir því sem ég kynnist mannana verkum betur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband