Sakarleitin mikla.


Ég held að vandamálið sé ekki minna vandamál kjósenda en frambóðenda. Kjósandinn vill finna að hann sé að leysa vandamál með atkvæði sínu en ekki flækja stöðuna.

Fáir trúa þeirri þrástöglun stjórnarflokkana að einstakir þingmenn sem voru í stjórnarmeirihluta í hruninu eða þá framsóknarmenn (því þeir eru tengdir við hrunið af pressuni og í stjórnmálaumræðunni)hafi verið "hrunvaldar" og í raun ýtt snjóboltanum af stað. Það hefur komið í ljós með m.a rannsóknarskýrslu Alþingis og þegar rykið settist eftir brakið og bresti bankahrunsins að það voru margir samverkandi þættir sem hrundu skriðunni af stað. Menn gerðu stjórnunarleg mistök vissulega enda engin leið að ímynda sér að heilt fjármálakerfi væri að hrynja fram af brúninni. En það kom fleira til Fjármálaeftirlitið var á brauðfótum, alþingi svaf þyrnirósarsvefni og heyrði ekki í bjöllunum, háskólasérfræðiumhverfið var alveg dofið og öll umræða í þjóðfélaginu var ekki með neinum ugg eða ótta að nú væri allt að hrynja. Mestu munaði þó um að á okkur féll stór skriða frá yfirþöndum bankakerfum nágrannalandana og var það eiginlega það sem ýtti endanlega á snjóboltann svo allt rann af stað niður brekkuna. Erlendis frá var bankalínum lokað endurfjármögnun var ekki kostur lengur og lán sett í uppgreiðsluinnheimtu í milljarða hundruðum, fallöxin féll.

Þegar spóla á tilbaka og finna hvar fúnu spýturnar voru, er of einfalt að benda á nokkra einstaklinga og segja " þið voruð í spillingunni" eða "þið áttuð að sjá að allt var að hrynja" það eru tugir ef ekki hundruð manns sem hafa í sinni starfslýsingu að benda á ef það er komin brunalykt í kerfinu en að benda á nokkra einstalinga og segja þið berið meiri sök en við hinir, það er "ekki benda á mig" aðferðin og leið friðþægingar.

Kjósendur vita innst inni að það eru ekki einstakir þingmenn sem ollu hruninu og kjósendur vita líka að það eru margir á Alþingi sem ekki hafa "það sem til þarf" og eiga að vera í annari vinnu en það er óttinn við að kjósa sem fælir fólk frá - af því að nú eru sakarleitarvélarnar búnar að vera á yfirsnúningi í 3-4 ár og fólki er talið trú um að þessi og hinn sé "hrunverji", sé sá sem kom hruninu af stað o.s.fv það er hrætt við að velja og taka þátt í að skapa framtíð en ekki fortíð. Ef það á að fara í franska byltingu og setja upp mannorðsfallaxir á hverju horni þá erum við öll pínulítið misjafnlega mikið sek.


mbl.is Ónotatilfinning sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíldudals bleikur...


Neysla á eldislaxi hefur margfaldast t.d. í n-Evrópu og má segja að laxinn sé nú í sama hlutverki og "soðningin" var í gamladaga á íslandi. Hann er ódýr og vel unninn og eru flestir stórmarkaðir með fullar frystikistur af frystum laxabitum og hægt er að fá fersk laxaflök í heilu á ca ísl.kr. 1200,-kg hér í Svíþjóð.

Norðmenn hafa unnið þennan markað af sinni alþekktu þolinmæði og mikla styrk á nokkrum áratugum og nú er svo komið að laxinn er orðinn mest seldi neyslufiskurinn og markaðurinn er risastór. Menn skulu átta sig á því að þetta er orðinn stór iðnaður í Noregi og þeir gefa ekki tommu eftir í samkeppninni. Hér í Svíþjóð og Danmörku og víðar þykir norskur lax gæðavara og hafa t.d Alaska laxinn eða sá kanadíski og jafnvel skoski laxinn ekki náð neinni fótfestu í samkeppninni við Nojarann. Það verður spennandi að sjá landann spreyta sig á þessum markaði, því hér er eftir miklu að slægjast.


mbl.is Hundruð starfa í eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarugl Steingríms Mukhausen fjármálaráðherra.


Það held ég að margir íhugi nú að fara með skattana sína eitthvað annað og flýja "norrænu skattaparadísina". Hér eru ekki aðeins hæstu og flóknustu skattar á norðurlöndum heldur er svo sköttunum eytt í hugarfóstur og áhugamál fjármálaráðherra sem hefur ekkert til brunns að bera annað en úrelta kreddupólitík. Byr er fjármálafyrirtæki sem á að lúta sömu markaðslögmálum og önnur slík fyrirtæki og ríkisstjórn Íslands á ekki að vera með puttana í þeim rekstri hvað þá sóa skattféi landsmanna í slíkt. Enn ein valdníðslan í afrekaskrá Jóhönnu og Steingríms J.
mbl.is Óttast að ríkið tapi á láninu til Byrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara á óskhyggjunni í ESB..


Kolbeinn Árnason einn af samninganefndarmönnum Íslands við ESB segir " það sé stefnan hjá ESB að fela aðildarríkjunum meira sjálfstæði í ákvarðanatöku".

Þetta er nú þvert á það sem fjallað er um í fjölmiðlum hér í Skandinavíu. Menn eru á því að mikil valdafærsla frá aðildarríkjunum til Brussel sé þróun komandi ára, enda sé ljóst að þar sem hjá aðildarríkjunum sé mjög mismunandi peninga- og efnahagskerfi, mismunadi forsendur efnahagslífs og mismunandi seðlabankastjórnun
þá verði að færa mikinn hluta efnahagsstjórnunar undir einn hatt ef koma eigi í veg fyrir krísur og hrun eins og bandalagið nú glímir við.Menn eru sammála um að ESB vill að þessi sameiginlegi hattur verðði í Brussel.


mbl.is Öðrum leyft að fjárfesta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland gerir auðvitað ekkert..


Þjóðverjar gera allt til að góma aflandsundanskot.

Íslensk stjórnvöld klóra sér í..........


mbl.is Kaupa gögn um skattsvikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreista skattborgarana aðeins betur..


Eftir því sem hæfileikaleysi Jóhönnu og Steingríms J til að koma landinu á kjöl aftur, kemur betur í ljós, þvi meira blæðir fólkinu í landinu fyrir ráðaleysi og heimsku þeirra. Þau hafa bæði Íslandsmet í að gaspra mest og lengst á Alþingi en það er greinilega ekkert á bak við málæðið, bara persónupólitík þeirra sjálfra og eins og áður lendir reikningurinn fyrir getuleysið hjá þjóðinni.
mbl.is Hækkun fjárhæðarmarka skattþrepa skilar ríkissjóði auknum tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðstöng ákærenda Geirs H. Haarde.


Rannsóknarrétti Alþingis var gefin kostur á að vísa frá þessum pólitísku ákærum en rétturinn ákveður að halda áfram með þetta réttarfarslega níðingsverk sem er einsdæmi í sögu síðari tíma á vesturlöndum. Ákærum sem setja elsta þóðþing heims á bekk með einræðisríkjum og ofbeldisríkjum.

Rannsóknarréttur er reyndar öfugmæli því þessi réttur þings lýðræðisins Íslands ákærir fyrst og rannsakar svo eftirá. Þetta er í anda þess einræðis sem lög um Landsdóm á rætur sínar í fyrir nokkrum öldum síðan.

Þeir þingmenn sem ákærðu Geir H. Haarde hafa reist sjálfum sér níðstöng,níðstöng sem verður snúið að þeim í öllum kosningum hér eftir.Listinn yfir hverjir þetta voru er brenndur í þjóðarvitundina.


mbl.is Niðurstaða landsdóms áfangasigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB fíkillinn Margrét Kristmannsdóttir í fráhvörfum.


Margrét Kristmannsdóttir sér sínum hagsmunum best borgið í ESB og er tilbúin að fórna meiri hagsmunum fyrir sína hagsmuni. Dæmigerð Samfylkingarafstaða og nú reynir hún að taka í lurginn á eigin skoðanabræðrum og systrum í Samfylkingunni og stappa í þau stálinu um að standa fasta í ESB fæturnar.

En hún snýr öllu á haus svona a la Jóhanna, því það er ekki Samfylkingin sem er meðvirki makinn (og sennilega þolandinn) heldur kúgarinn. VG er meðvirki makinn sem er kúgaður til hlýðni með stöðugum hótunum um að taka frá þeim það eina sem þeim er virkilega kært, þ.e ráðherrastólana. Nú hvetur Margrét, Jóhönnu Sigurðardóttur til dáða, um að snúa einn hring enn á hengingarólinni á VG og klára málið.

Held að flokksmerki þessa fólks ætti að vera tunga með svörtum bletti á.


mbl.is Samfylkingin eins og „meðvirkur maki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja með VG eftirköst.


Eitthvað hefur Lilja misskilið skattastefnu Sjálfstæðisflokksins þega hún segir SJS fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá fyrsta degi sagt að til þess að hagkerfið haldi þrýstingi þarf að halda sköttum í lágmarki auka fjárfestingar koma hjólum atvinnulifsins í gang og atvinnuleysið burt.Öðruvísi næst ekki upp nauðsynlegur hagvöxtur og skattaspírallinn sem SJS er staddur í núna, að eigin frumkvæði, er að vinna algjörlega öfugt við það sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti rækilega í sínum efnagstillögum á þingi s.l. vetur. Kannski var Lilja í felum frá eigin flokksmönnum á þingi þá stundina en tillögurnar getur hún lesið á netinu og þá farið réttar með staðreyndir.
mbl.is Segir Steingrím framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í plati


Já en þetta getur ekki verið rétt, Steingrímur og Jóhanna sögðu okkur að enginn myndi lána okkur krónu nema við borguðum Icesave?????

Getur verið að þau hafi verið að plata okkur til að bjarga eigin skinni og Svavars Gestssonar..... nei það getur ekki verið þau ljúga aldrei.


mbl.is Hafa mikinn áhuga á að lána til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sveinn Egill Úlfarsson

Höfundur

Sveinn Egill Úlfarsson
Sveinn Egill Úlfarsson
Tek undir með Friðrik mikla að mér þykir alltaf vænna um hundinn minn eftir því sem ég kynnist mannana verkum betur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband